Nánar um Chassis Premium

Chassis fyrir karlmenn

Framleiðsla:

Chassis er framleitt í Bandaríkjunum. 
Í samvinnu við þekkta framleiðendur sem sjá um að framleiða vörurnar undir ströngu eftirliti með nákvæmri Chassis uppskrift.

Hvernig notar maður Chassis?
Ákjósanlegast er að nota vöruna eftir sturtu eða að morgni til að vera ferskur fram á kvöldið.
Viðskiptavinir okkar nota mismunandi aðferðir til að nota vöruna:
Valkostur 1: Gerðu 'skál' úr lófanum, Chassis ofan í, skellið síðan á djásnið, innanverð lærin, náran eða önnur ákjósanleg svæði.
Valkostur 2: Í fötum, getur þú stráð Chassis beint ofan í nærbuxurnar þínar líkt og kviknað væri í klofinu á þér.
Valkostur 3: Þetta eru engin geimvísindi: Þetta er púður á punginn! 

 Hvernig kælir Chassis sveitta punginn á mér án mentól ?
Við notum menthyl laktat sem gefur okkur þessa kæli-tilfinningu í stað mentóls. Þrátt fyrir að það sé kostnaðarsamara er menthyl-laktat-inn ekkert óþægilegur og virkar auk þess mun lengur og heldur þér svölum allann daginn.

 Framleiðslukostnaður/verð:
Að bera saman Chassis við aðrar vörur er eins og að bera saman epli og appelsínur. 
Sem premium efni er Chassis í mun hærri gæðaflokki en sambærilegrar vörur á markaðnum. 
Við spörum því EKKERT í kostnaði við val á innihaldsefnum okkar, frá maíssterkju, lanólínstil til graskersfræja og annara náttúrulegra efna. 
Markmið okkar var að búa til vöru með algjörlega óviðjafnanlega notendaupplifun.

 Er Chassis öruggt?
Ó, já! Innihaldsefnin voru sérstaklega valin til að vera eins örugg og mögulegt er. Vafasamt hráefni eins og Talc, Aluminum, Paraben og Menthol voru af ásettu ráði skilin útundan og voru ekki velkomin í framleiðslupartýið á Chassis. 
Að lokum var svo hlutlaust og utanaðkomandi húðsjúkdómafyrirtæki ráðið til að gera víðtækar prófanir og stóðst Chassis próf þeirra skv. stöðlum með hæstu einkun og gæðavottun.
Öll próf voru gerð á fólki með því að nota RIPT próf.
Chassis er ekki prófað á dýrum.

 Samanburður:
Það er mikill munur á Chassis Premium Duftinu og venjulegum púðrum. 
Vegna þess að varan var ekki sköpuð til að líkjast öðrum á markaðnum.
Chassis er eina vatnsfælna duftið á markaðnum. 
Þetta þýðir að Chassis berst í raun við svitamyndun allan daginn eins og skilmingarþrælar fyrir lífi sínu forðum daga. Alveg til síðasta dropa. 
Flest önnur púður breytast í klístrað klúður strax um leið og við byrjum að ganga.

 Lyftiduft
Chassis notar einnig lyftiduft í sérstöku lyfjaformi. 
Já o
g nei, það þýðir ekki að vinurinn lyftist eitthvað betur upp en...
það kemur svo sannarlega í veg fyrir lykt 
í staðinn þess að hylja fýluna bara aðeins.

Sérstök jurtablanda okkar er með náttúrulegum efnum sem kemur í veg fyrir alla pungfýlu inniheldur:
humla, graskerfræ, aloe vera, hesilkjarna og haframjöl til að veita þér vellíðan.
Fyrir þá hellisbúa sem ekki raka á sér punginn gefur þessi einstaka blanda einnig hárnæringu.

Hve lengi endist ein flaska?
Bara með smá "dampi" af Chassis virkar það alveg helling og vel og lengi. 
Það er einstaklingsbundið hvað hver og einn vill nota mikið af vörunni hverju sinni eða hversu oft, td. bara í daglegu lífi eða þá oftar fyrir eða eftir æfingar.
En að meðaltali ætti ein flaska af Chassis að duga þér í allt að 6 mánuði. 

- ekki slæm fjárfesting þar ;)

 Chassis rennur ekki út
HA? 
Já. Ólíkt öðrum vörum merkir Chassis ekki gildistíma eða 'Best Fyrir' dagsetningar.
Hlutlaust framkvæmdafyrirtæki staðfesti að vörulínan ætti að geta staðið ónotuð í mörg ár sé hún geymd við stofuhita.

Endurvinnanlegt:
Já 100%

 Er svipuð vara til fyrir konur?
Algeng spurning en nei því miður ekki sérstaklega fyrir konur, EN þar sem um er að ræða náttúruleg efni er tilvalið fyrir konur að prófa Chassis og  setja á svæði sem mynda raka líkt og undir- og/eða á milli brjósta.
Á meðan finnum við vonandi hina fullkomnu kvennalínu...

Kísill?
Chassis inniheldur vatnskísil, sem er algengt efni með langa sögu um örugga notkun sem innihaldsefni í snyrtivörum, tannkremum og jafnvel í matvælum. 
Það er skráð af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu sem almennt er viðurkennt sem öruggt og hefur engin þekkt eituráhrif eða krabbameinsvaldandi áhrif.
*Þegar fólk segir að kísilefni geti verið hættulegt þá er það næstum alltaf að vísa í kristallaðan kísil sem er auðvitað alveg allt annað efni.

 
Premium vara með Premium innihaldsefnum.
Chassis er alveg eitt og sér á báti þegar kemur að persónulegum vörumerkjum fyrir karla. 
Aðeins eru notuð sérvalin hráefni í byltingarkenndu Chassis, sem veita þér svalt sjálfstraust allan daginn:
Sérstök samsetning náttúrulegra efna og næringarríkum jurtum gerir það að verkum að Chassis kemur í veg fyrir pung-nudd milli læra, draga úr svitamyndun og gjörsamlega tortríma fýlu.

Chassis_No_Parabens_1180x_2x_92b37e79-04fe-4a8c-84f0-0c2e9b4f722d.jpg